Innlent

Bílveltur í vetrarfærðinni

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum i Reykhólasveit í gærkvöldi og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. Meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Engan sakaði hinsvegar þegar bíll valt í Hestfirði  við Ísafjarðardjúp í gærkvöldi, og engin slasaðist heldur í hörðum árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut, undir Breiðholtsbrúnni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×