Innlent

Innbrotsþjófur í gæsluvarðhald

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GVA
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um fjölda innbrota. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 27. desember.

Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn eigi ekki langan sakaferil að baki, en svo virðist sem ekkert lát ætli að verða á brotastarfsemi hans.

Maðurinn var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot í byrjun október á þessu ári.

19. nóvember gaf lögreglan út ákæru á hendur manninum fyrir fjölda auðgunarbrota auk tveggja umferðarlagabrota.

Maðurinn var handtekinn 18. nóvember fyrir innbrot og þjófnað í sumarhús og líkamsárás á mann sem var í húsinu. Hann var svo handtekinn aftur 28. nóvember grunaður um innbrot og í kjölfar þess fór lögreglan fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn eigi engin bein tengsl við landið og sé í brottvísunarferli hjá Útlendingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×