Innlent

Maður á sjötugsaldri ók undir áhrifum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mynd/Vilhelm
Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn snemma í morgun grunaður um að vera undir áhrifum sterkra lyfseðilsskyldra lyfja við akstur. Tilkynnt hafði verið um manninn þar sem hann ók meðal annars á móti umferð. Hann var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku auk þess sem læknir var fenginn til að meta hæfni hans við akstur.

Um átta leytið var bifreið ekið utan í ellefu ára gamlan pilt sem var á leið til skóla á Álfhólsvegi. Hann hlaut minni háttar áverka og fékk að fara heim eftir skoðun á slysadeild.

Þá ók ökumaður sem leið átti um Reykjanesbraut utan í umferðarskilti. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni og skiltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×