Lífið

Giftu sig óvænt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Christian Slater giftist elskunni sinni Brittany Lopez óvænt á mánudaginn.

Parið lét gefa sig saman í þinghúsinu í Coral Gables í Flórída en Christian sagði fyrst frá trúlofuninni í þætti Jimmy Fallon í febrúar á þessu ári.

Christian og Brittany kynntust árið 2009 en Brittany vakti strax áhuga leikarans.

"Ég sat á mínum vanalega stað að borða hafragraut og þá sá ég hana ganga með eldri konu. Það næsta sem ég sé er hún á skeljunum að biðja eldri konunnar. Ég hélt að ég hefði orðið vitni að trúlofun tveggja lesbía en svo kom í ljós að þetta var grín. Það kveikti áhuga minn og svo byrjuðum við að hanga saman," segir Christian sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi, Jaden og Eliana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.