Lífið

Jay Z og Beyoncé gerast vegan í 22 daga

UE skrifar
Jay Z á vin sem heitir Marco sem hvatti hann til að gerast vegan. Hér er Jay Z með eiginkonu sinni, Beyoncé.
Jay Z á vin sem heitir Marco sem hvatti hann til að gerast vegan. Hér er Jay Z með eiginkonu sinni, Beyoncé.
Í tilefni af 44 ára afmæli sínu í gær gerðist rapparinn Jay Z vegan tímabundið ásamt konu sinni, Beyoncé Knowles. Bindindið stendur fram að jólum þannig að í 22 daga mega hjónin ekki neyta dýraafurða. Þetta kemur fram á bloggsíðunni hans. Í bloggfærslunni segir hann að það sé skemmtileg tilviljun að eiga 44 ára afmæli og vera í bindindi í 22 daga vegna þess að 2+2=4.

Þetta er hugsanlega í fyrsta sinn sem Jay Z vekur athygli fyrir samlagningu, en hann er löngu orðinn alræmdur fyrir deilingu. Í laginu Takeover deildi hann í tíu með fjórum og fékk út tvo en ekki 2,5.

Jay Z er ekki búinn að gera upp við sig hvers konar mataræði tekur við eftir þetta 22 daga átak en hann kveðst líta á þetta sem eins konar hreinsun og ætlar að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með því hvernig honum gengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.