Innlent

„Hátíð í bæ“ sjöunda árið í röð

Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi er engum líkur því hann þrífst á því að láta gott af sér leiða og gera þannig eitthvað fyrir samfélagið sem hann býr í.  Nú er hann að fara að halda jólatónleikana sína, „Hátíð í bæ“ sjöunda árið í röð en þeir fara fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi miðvikudagskvöldið 4. desember og því þurfa íbúar á Suðurlandi ekki að fara til Reykjavíkur til að komast á jólatónleika.

„Það eru eitthvað um rúmlega 150 manns sem koma fram; lúðrasveit, karlakór, barnakór og síðan náttúrulega landsfrægir listamenn og svo auðvitað heimafólkið. Það er hægt að gera þetta allt saman hérna á Suðurlandi, alveg eins og í Reykjavík. Það er voða gott að fara til Reykjavíkur en það er gott að fara þaðan fljótlega aftur en hér á Suðurlandi er klárlega best að vera.“

„Þetta gefur mér svo mikla ánægju og mikla gleði og það er auðvitað gaman að gleðja fólk og ég hef gaman af að standa í svona brasi. Ég var í hljómsveit í gamla daga og ég var að vasast í þessu á sínum tíma, þetta er bara svo gefandi og skemmtilegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×