Innlent

Þrír teknir undir áhrifum

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír ökumenn voru teknir úr umferð vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og má heita að allt hafi verið í rugli hjá einum þeirra.

Auk þess að vera undir áhrifum, verður hann kærður fyrir vörslu fíkniefna, sem fundust á honum. Þá var hann réttindalaus eftir að hafa áður verið sviptur ökuréttindum fyrir sömu sakir, og loks var bíllinn meira og minna í ólagi, meðal annars hálf bremsulaus, þannig að númerin voru klippt af honum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×