Innlent

Fundu laumufarþega í Sundahöfn

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn fannst um borð í erlendu skipi í Sundahöfn.
Maðurinn fannst um borð í erlendu skipi í Sundahöfn.
Erlendur karlmaður var handtekinn um borð í erlendu flutningaskipi í Sundahöfn í gærkvöldi, grunaður um að hafa ætlað að laumast úr landi með skipinu.

Lögregla greinir ekki nánar frá högum hans, en brögð hafa verið að þvi að hælisleitendur, sem hér bíða afgreiðslu mála sinna, reyni að laumast úr landi með þessum hætti, einkum vestur um haf.

Til að stemma stigu við þessu hefur eftirlit með grunsamlegum mannaferðum um Sundahöfn  verið stór aukið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×