Innlent

Féll niður stiga og slasaðist alvarlega

Gissur Sigurðsson skrifar
Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll í stiga á veitingahúsi við Laugaveg í Reykjavík laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þegar var kallað eftir sjúkrabíl, sem flutti hann á slysadeild Landspítalans, þar sem hann gekkst þegar undir aðgerð og var fluttur á gjörgæsludeild, en þar fást ekki nánari upplýsingar um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×