Innlent

Ökuréttindalaus með fíkniefni

Ökumaður, sem lögreglan stöðvaði í Breiðholti á öðrum tímanum í nótt, reyndist vera undir áhrifum fíkniefna.

Ökuréttindi hans voru líka út runnin og fíkniefni fundust í fórum hans, auk þess sem hann verður kærður fyrir brot á vopnalögum, en ekki er tilgreint hverskonar vopn fannst í bílnum. Hann og farþegi hans voru handteknir.

Þrír aðrir voru svo teknir úr umferð fyrir ölvunar- eða fíkniefnaakstur og tveir til viðbótar reyndust rétt undir refsimörkum og sluppu með skrekkinn, en máttu ekki halda áfram að keyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×