Vísindamönnum nóg boðið Svavar Hávarðsson skrifar 6. desember 2013 08:47 Illugi kvaddi sér hljóðs í lok fundar og varði ákvarðanir stjórnvalda sem væru til komnar vegna bágrar stöðu ríkissjóðs. Mynd/GVA Gremja vísindasamfélagsins í garð niðurskurðar stjórnvalda til tækni- og vísindasjóða braust fram í gær þegar ný stefna Vísinda- og tækniráðs var kynnt á Rannsóknaþingi Rannís í gær. Á sama tíma og fundarmenn lofuðu stefnumörkun til ársins 2016 var sagt að hún væri í raun orðin tóm, af þeim sökum að útilokað sé að framfylgja henni vegna fjársveltis.Fyrsta orðið Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, átti fyrsta orðið á vísindaþinginu og ljóst var að hann var meðvitaður um það sem koma skyldi. Sagði hann í erindi sínu að framlög til rannsókna- og tæknisjóða væru í sögulegu hámarki ef frá er talið árið 2013. Þá hafi þau hækkað vegna fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar en Alþingi hafi metið stöðuna svo að ríkisreksturinn yrði í jafnvægi eftir hallarekstur síðustu ára. Þetta hafi brugðist og þvert á móti þurfi enn að glíma við að loka fjárlagagati. „Það gerir sér það enginn að leik, eða af misskilningi, að draga úr fjárveitingum til svo mikilvægra málaflokka,“ sagði Illugi.Stefna stjórnvalda Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar, og Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar, kynntu stefnu Vísinda- og tækniráðs til næstu fjögurra ára. Hún er niðurstaða mikillar vinnu og var lofuð af öllum sem til máls tóku á þinginu. Guðrún sagði um stefnu stjórnvalda að ræða, enda samþykkt af ráðherrum sex ráðuneyta. „Ég segi þetta til að ítreka að stefnan er samþykkt af ríkisstjórninni og því verðum við að fylgja henni fast eftir gagnvart stjórnvöldum. Stefnan verður að ná að hljóma inn í Alþingi og hafa áhrif á gerð fjárlaga, en þar birtist auðvitað stefna stjórnvalda með skýrustum hætti,“ sagði Guðrún, en í pallborðsumræðum á eftir kynningu þeirra Guðrúnar og Sveins braust óánægja fundarmanna út. Þegar spurt var um hvort hægt væri að ná markmiðum sem birtast í stefnu Vísinda- og tækniráðs í ljósi þess að búið er að skera niður um 20%, um fjóra milljarða, frá 2008 til 2012, voru viðbrögðin skýr. Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga, rammaði kannski inn það sem margir voru að hugsa. „Ég held að það sé kraumandi óánægja hjá mörgum. Spurt var hvort hægt væri að framfylgja stefnunni. Það er útilokað eins og mál standa, en ég vil lýsa yfir ánægju með vinnu vísinda- og tækniráðs […].“Útbreiddar áhyggjur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði að þrátt fyrir að stefnan hafi verið mörkuð þá sé það erfiðasta eftir, og nefndi verkefnaáætlun sem er næsta skref. „Ef við ætlum að geta framfylgt þessari stefnu þá er brýnt að skilgreina farareyri til ferðarinnar og hvernig hann verður fenginn. Það er gott að heyra orð ráðherra um að um sé að ræða bestu fjárfestinguna fyrir samfélagið sem svo skilar okkur grundvelli þekkingarhagkerfis,“ sagði Kristín. Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, benti á að stefnan lægi fyrir og óþarfi að ræða hana sérstaklega enda ekki um hana nokkur ágreiningur. „Vandamálið er ekki þar. Ég held að það liggi í augum uppi að ef við erum ekki með nægjanlegan opinberan stuðning við grasrótarstarf, menntun og vísindalegt uppeldi frá grunnskóla og upp úr þá verður árangurinn eftir því. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Það er ágætt að koma saman og sameinast um framfaramál en þetta verður að skila sér í reynd. […] Ég held að við verðum að læra af þeim sem hafa gengið í gegnum svipaðar krísur. Finnar hafa komið hér og gefið góð ráð, og það liggur fyrir hvað þeir gerðu og hver árangurinn var. Við verðum að taka okkur taki og fylgja því sem kallað er í læknisfræðinni gagnreyndar upplýsingar. Við vitum hvað virkar og þurfum ekki að finna upp séríslenska leið sem gengur þvert á almenna skynsemi.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Gremja vísindasamfélagsins í garð niðurskurðar stjórnvalda til tækni- og vísindasjóða braust fram í gær þegar ný stefna Vísinda- og tækniráðs var kynnt á Rannsóknaþingi Rannís í gær. Á sama tíma og fundarmenn lofuðu stefnumörkun til ársins 2016 var sagt að hún væri í raun orðin tóm, af þeim sökum að útilokað sé að framfylgja henni vegna fjársveltis.Fyrsta orðið Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, átti fyrsta orðið á vísindaþinginu og ljóst var að hann var meðvitaður um það sem koma skyldi. Sagði hann í erindi sínu að framlög til rannsókna- og tæknisjóða væru í sögulegu hámarki ef frá er talið árið 2013. Þá hafi þau hækkað vegna fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar en Alþingi hafi metið stöðuna svo að ríkisreksturinn yrði í jafnvægi eftir hallarekstur síðustu ára. Þetta hafi brugðist og þvert á móti þurfi enn að glíma við að loka fjárlagagati. „Það gerir sér það enginn að leik, eða af misskilningi, að draga úr fjárveitingum til svo mikilvægra málaflokka,“ sagði Illugi.Stefna stjórnvalda Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar, og Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar, kynntu stefnu Vísinda- og tækniráðs til næstu fjögurra ára. Hún er niðurstaða mikillar vinnu og var lofuð af öllum sem til máls tóku á þinginu. Guðrún sagði um stefnu stjórnvalda að ræða, enda samþykkt af ráðherrum sex ráðuneyta. „Ég segi þetta til að ítreka að stefnan er samþykkt af ríkisstjórninni og því verðum við að fylgja henni fast eftir gagnvart stjórnvöldum. Stefnan verður að ná að hljóma inn í Alþingi og hafa áhrif á gerð fjárlaga, en þar birtist auðvitað stefna stjórnvalda með skýrustum hætti,“ sagði Guðrún, en í pallborðsumræðum á eftir kynningu þeirra Guðrúnar og Sveins braust óánægja fundarmanna út. Þegar spurt var um hvort hægt væri að ná markmiðum sem birtast í stefnu Vísinda- og tækniráðs í ljósi þess að búið er að skera niður um 20%, um fjóra milljarða, frá 2008 til 2012, voru viðbrögðin skýr. Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga, rammaði kannski inn það sem margir voru að hugsa. „Ég held að það sé kraumandi óánægja hjá mörgum. Spurt var hvort hægt væri að framfylgja stefnunni. Það er útilokað eins og mál standa, en ég vil lýsa yfir ánægju með vinnu vísinda- og tækniráðs […].“Útbreiddar áhyggjur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði að þrátt fyrir að stefnan hafi verið mörkuð þá sé það erfiðasta eftir, og nefndi verkefnaáætlun sem er næsta skref. „Ef við ætlum að geta framfylgt þessari stefnu þá er brýnt að skilgreina farareyri til ferðarinnar og hvernig hann verður fenginn. Það er gott að heyra orð ráðherra um að um sé að ræða bestu fjárfestinguna fyrir samfélagið sem svo skilar okkur grundvelli þekkingarhagkerfis,“ sagði Kristín. Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, benti á að stefnan lægi fyrir og óþarfi að ræða hana sérstaklega enda ekki um hana nokkur ágreiningur. „Vandamálið er ekki þar. Ég held að það liggi í augum uppi að ef við erum ekki með nægjanlegan opinberan stuðning við grasrótarstarf, menntun og vísindalegt uppeldi frá grunnskóla og upp úr þá verður árangurinn eftir því. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Það er ágætt að koma saman og sameinast um framfaramál en þetta verður að skila sér í reynd. […] Ég held að við verðum að læra af þeim sem hafa gengið í gegnum svipaðar krísur. Finnar hafa komið hér og gefið góð ráð, og það liggur fyrir hvað þeir gerðu og hver árangurinn var. Við verðum að taka okkur taki og fylgja því sem kallað er í læknisfræðinni gagnreyndar upplýsingar. Við vitum hvað virkar og þurfum ekki að finna upp séríslenska leið sem gengur þvert á almenna skynsemi.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira