Innlent

Nauðsynlegt að setja konuna í handjárn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sakskóknari fer yfir niðurstöðu Héraðsdóms.
Sakskóknari fer yfir niðurstöðu Héraðsdóms. mynd/Valli
Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að ónauðsynlegt hafi verið að setja konuna sem handtekin var á Laugaveginum í sumar í handjárn. Lögreglumaðurinn var í dag dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að hafa farið offari við handtökuna.

Lögreglumaðurinn er dæmdur fyrir að hafa beitt meira valdi við handtökuna en nauðsyn bar til.  Niðurstaða dómsins er að því hafi hann farið offari við handtökuna og ekki gætt lögmætra aðferða.

Niðurstaða dómsins er að ekki verði séð að lögreglumaðurinn hafi farið offari við að setja konuna inn í lögreglubifreiðina. Vegna þess að lögreglumaðurinn beitti meira valdi en nauðsyn krafðist til mátti honum vera ljóst að konan gæti meiðst.

Verjandi lögreglumannsins sagðist lítið geta sagt um dóminn að svo stöddu. Hann var á leið að hitta lögreglumanninn sem ekki var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Hann ætlar að fara yfir málið með hinum dæmda. Að því loknu komi í ljós hvort að þeir muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar en hann bjóst frekar við því að það yrði gert. 

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×