Innlent

Lögreglumaðurinn reynir að áfrýja

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Lögreglumaðurinn sem dæmdur var í dag fyrir að fara offari við handtöku konu í sumar ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi og vonast til þess að geta látið reyna á málið fyrir Hæstarétti.

„Auðvitað er hann ósáttur við þennan dóm,“ segir Grímur Hergeirsson, verjandi mannsins. „Það liggur í hlutarins eðli enda neitaði hann sök.“

Lögreglumaðurinn er ekki sakfelldur fyrir alla þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir. Grímur segir að svo virðist sem sakfellingin og niðurstaða dómara sé fyrst og fremst grundvölluð á því honum hafi mátt vera það ljóst að konan hafi verið svo ölvuð að ólíklegt væri að hún myndi veita mótspyrnu.

Var áfengismagnið í konunni mælt eftir handtökuna?

„Nei, það var engin mæling gerð,“ svarar Grímur. „Eftir á að hyggja má kannski segja það hefði þurft að gera það. Það tíðkast ekki alla jafna í svona málum. En eins og niðurstaðan virðist vera rökstudd þá er ölvunarástand konunnar látið skipta máli.“

„Þetta mál er þannig vaxið að það er varla hægt annað en að láta Hæstarétt endurskoða niðurstöðuna,“segir Grímur.


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að setja konuna í handjárn

Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að ónauðsynlegt hafi verið að setja konuna sem handtekin var á Laugaveginum í sumar í handjárn.

Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna

Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×