Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út er maður féll af bergi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn hlaut opið beinbrot á læri
Maðurinn hlaut opið beinbrot á læri Mynd / vilhelm
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út nú rétt eftir klukkan fimm þegar tilkynning barst um slasaðan mann í fjörunni utan við Þorlákshöfn.

Maðurinn var við skotæfingar á berginu en féll ofan í fjöru og hlaut við það opið beinbrot á læri.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin áleiðis á slysstað og björgunarsveitir bera manninn þangað sem hægt er að koma honum um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×