Innlent

Leiðindaskjóða býðst til að geyma leiðindi fyrir fólk

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Leiðindaskjóða var mætt við opnun jólabæjarins á Ingólfstorgi.
Leiðindaskjóða var mætt við opnun jólabæjarins á Ingólfstorgi. mynd/Rakel Gústafsdóttir
Jólabærinn á Ingólfstorgi var opnaður í dag. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, opnaði bæinn með formlegum hætti og Tröllakórinn söng nokkur þekkt jólalög. Í fréttatilkynningu segir að athöfnin hafi verið hátíðleg.

Leiðindaskjóða, sem er nýjasti jólavætturinn og sú ellefta í röðinni, mætti með leiðindaskjóðuna sína og bauð öllum að geyma hjá sér hvers kyns leiðindi, í það minnsta fram yfir jól. Vættinum var vel tekið af jólabæjargestum.

Í jólabænum er boðið upp á ýmsar vörur til sölu. Mikið er um handunna íslenska vöru og matvöru beint frá býli.

Bærinn verður opinn alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum, frá klukkan 12 til 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×