Innlent

Enginn með allar tölur réttar - Áttfaldur pottur næstu helgi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Enginn var með allar tölur réttar í Lottói kvöldsins. Potturinn var sjöfaldur og rúmar 94 milljónir króna voru í honum. Næst verður potturinn því áttfaldur.

Vísir sagði frá því í vikunni að um væri að ræða stærsta vinningspott í sögu Lottó á Íslandi. Þá var búist við því að hann yrði 85 milljónir króna en stærsti potturinn hingað til var 82 milljónir króna.

Potturinn sem dregið verður um á laugardaginn stefnir í að vera 85 milljónir króna en mest hefur hann verið áður 82 milljónir.

Tíu voru með annan vinning og hver fékk rúmlega 130 þúsund krónur. Einn var með allar réttar tölur í Jókernum og fékk sá tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×