Innlent

„Það er allt brunnið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matvöruverslunin Mini-Market í Eddufellinu er gjörónýt eftir að eldur kom upp þar um klukkan fjögur í nótt.

„Það er allt brunnið," segir Piotr Jakuubek, eigandi verslunarinnar, sem hefur rekið hana síðastliðin átta ár. Óvíst er hvort hann geti opnað á ný eftir brunann.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Lögreglan er að rannsaka málið. Ég var ekki með neinar jólaseríur eða neitt þess háttar," segir Piotr.

Desembermánuður hefur undanfarin ár verið mikilvægasti mánuður ársins í rekstri Mini-Market og nú er ljóst að sá mánuður er ónýtur og mun verslunin ekki opna á næstunni ef einhvern tímann.

Piotr lýsir nóttinni eins og matröð og hann bíður nú eftir að vakna upp úr vondum draumi. Framhaldið sé í mikilli óvissu og nú taki við samtöl við tryggingarfyrirtækið um það hvort hann fái nægt fjármagn út úr þeim til að opna verslunina á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×