Innlent

Bruninn sem gjöreyðilagði matvöruverslun í Breiðholtinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eigandinn náði ekki að bjarga neinu úr versluninni.
Eigandinn náði ekki að bjarga neinu úr versluninni. myndir / daníel Rúnarsson
Matvöruverslunin Mini-Market í Eddufellinu brann til kaldra kola í nótt og er verslunin gjörónýt.

Piotr Jakuubek, eigandi verslunarinnar, hefur rekið Mini-Market undanfarin átta ár en nú er framhaldið í mikilli óvissu.

Grunur er á að um íkveikju sé að ræða en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á málinu.

Það er ljóst að Mini-Market verður ekki opnuð á ný næstu vikurnar en með fréttinni má sjá ótrúlegar myndir sem Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, náði á vettvangi.

Blaðamaður Vísis ræddi einnig við Piotr í morgun um brunann og framhaldið en viðtalið má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×