Gleður fjórar fjölskyldur fyrir jól Egill Fannar Halldórsson skrifar 9. desember 2013 16:09 Örvar Þór Guðmundsson. „Ég ætlaði að reyna að safna fyrir tveimur fjölskyldum og setti í bjartsýniskasti 600.000 króna markmið. En ég er kominn með 1.179.000 krónur í dag, svo þetta verða þá allavega fjórar fjölskyldur í ár," segir Örvar Þór Guðmundsson sem stendur fyrir söfnun fyrir þá sem minna mega sín annað árið í röð. Í fyrra safnaði Örvar fyrir einstæða móður sem hann heyrði vinna jólatré á FM957. „Hún var svo rosalega lukkuleg með vinninginn og sagðist bara eiga 2.000 krónur til að halda jól og lifa út mánuðinn. Ég vildi safna 100.000 krónum fyrir hana svo hún gæti haldið jól en söfnunin endaði í 200.000 krónum," segir Örvar. Hann ætlaði ekki að vera með söfnun í ár en eftir áskoranir frá fjölda fólks ákvað hann að slá til. „Ég hugsaði hverjir þurfa mest á þessu að halda og var bent á fjölskyldur með langveik börn sem eiga lítinn pening. Annað foreldrið er fast heima að sjá um barnið en hitt með litlar sem engar tekjur. Það er mikið búið að ganga á hjá þessu fólki svo þetta málefni varð fyrir valinu." Söfnunin fer eingöngu fram í gegnum fésbókarsíðu Örvars og hafa þar tæplega 200 einstaklingar lagt söfnuninni lið. „Ég vildi ekki vera að safna fyrir sjampói og allskonar svona rusli heldur bara gera þetta almenninlega svo að þau geti haldið eðlileg jól,“ segir Örvar. Þrátt fyrir að söfnunin hafi farið fram úr öllum væntingum er Örvar mjög hógvær og segist ekki vera neitt merkilegri en hinir tæplega 200 sem hafa lagt fjölskyldunum lið. Hann segist hins vegar fá töluvert jákvæða athygli og að fólk hringi látlaust í hann og hrósar honum fyrir framtakið. „Ég er búinn að missa af 3 símtölum bara á meðan ég er að tala við þig,“ segir Örvar og hlær. Að lokum bætir Örvar við að þessi árlega söfnun í desember sé hefð sem er komin til að vera. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Ég ætlaði að reyna að safna fyrir tveimur fjölskyldum og setti í bjartsýniskasti 600.000 króna markmið. En ég er kominn með 1.179.000 krónur í dag, svo þetta verða þá allavega fjórar fjölskyldur í ár," segir Örvar Þór Guðmundsson sem stendur fyrir söfnun fyrir þá sem minna mega sín annað árið í röð. Í fyrra safnaði Örvar fyrir einstæða móður sem hann heyrði vinna jólatré á FM957. „Hún var svo rosalega lukkuleg með vinninginn og sagðist bara eiga 2.000 krónur til að halda jól og lifa út mánuðinn. Ég vildi safna 100.000 krónum fyrir hana svo hún gæti haldið jól en söfnunin endaði í 200.000 krónum," segir Örvar. Hann ætlaði ekki að vera með söfnun í ár en eftir áskoranir frá fjölda fólks ákvað hann að slá til. „Ég hugsaði hverjir þurfa mest á þessu að halda og var bent á fjölskyldur með langveik börn sem eiga lítinn pening. Annað foreldrið er fast heima að sjá um barnið en hitt með litlar sem engar tekjur. Það er mikið búið að ganga á hjá þessu fólki svo þetta málefni varð fyrir valinu." Söfnunin fer eingöngu fram í gegnum fésbókarsíðu Örvars og hafa þar tæplega 200 einstaklingar lagt söfnuninni lið. „Ég vildi ekki vera að safna fyrir sjampói og allskonar svona rusli heldur bara gera þetta almenninlega svo að þau geti haldið eðlileg jól,“ segir Örvar. Þrátt fyrir að söfnunin hafi farið fram úr öllum væntingum er Örvar mjög hógvær og segist ekki vera neitt merkilegri en hinir tæplega 200 sem hafa lagt fjölskyldunum lið. Hann segist hins vegar fá töluvert jákvæða athygli og að fólk hringi látlaust í hann og hrósar honum fyrir framtakið. „Ég er búinn að missa af 3 símtölum bara á meðan ég er að tala við þig,“ segir Örvar og hlær. Að lokum bætir Örvar við að þessi árlega söfnun í desember sé hefð sem er komin til að vera.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira