Innlent

Jólamarkaður í Hörpu næstu helgi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á boðstólum verður ýmislegt góðgæti. Meðal annars verður hægt að fá tvíreykt hangikjöt, lífrænt lambakjöt og grasfóðrað nautakjöt.
Á boðstólum verður ýmislegt góðgæti. Meðal annars verður hægt að fá tvíreykt hangikjöt, lífrænt lambakjöt og grasfóðrað nautakjöt.
Um helgina verður haldin stærsti matarmarkaður landsins í Hörpu. Þetta er í þriðja skipti sem markaðurinn er haldinn og það er verslunin Búrið að frumkvæði tveggja kvenna sem standa að honum.

Á boðstólum verður ýmislegt góðgæti. Meðal annars verður hægt að fá tvíreykt hangikjöt, lífrænt lambakjöt, grasfóðrað nautakjöt, humarsoð og humarsúpu, birkireyktan bláberjavöðva, appelsínugrafinn jólalax, jólaglögg og sultur.

Framleiðendur koma víða að. Til dæmis frá Hvammstanga, Rifi á Snæfellsnesi, Þykkvabæ, Hallormstað hjá Egilsstöðum, Kjós, Selfossi og Öræfum. Einnig verða Ítali, Þjóðverji og Englendingur í hópnum.

Í tilkynningu frá aðstandendum matarmarkaðsins kemur fram að þeir sem ekki vilja stíga fæti inn í Hörpu af einhverjum ástæðum verður Matarbúrið í Kjós með Tuddann sinn fyrir utan. Þar verður hægt að fá hamborgara úr grasfóðruðu nautakjöti beint frá bónda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×