Gremja meðal rithöfunda vegna nýs samnings Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2013 12:44 Eiríkur Örn hefur ýmislegt við nýja samning við bókaútgefendur að athuga. mynd af eiríku/Jóhann Páll Valdimarsson Rithöfundar sömdu við bókaútgefendur á mánudaginn og þó sá samningur hafi verið samþykktur gætir nokkurrar gremju meðal rithöfunda, með lága prósentutölu til þeirra af heildsöluverði einkum er hvað varðar kilur og rafbækur. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er meðal þeirra sem gagnrýnir samninginn harðlega. Sem hann segir skelfilega. „Það er reyndar talað um að almenna prósentutalan, sem er 23 prósent, sé há miðað við heiminn allan. En þetta er vegna þess að Ísland er mjög lítið land og til þess að fá einhverjar tekjur út úr þessu þurfa rithöfundar að hafa einhverna aðeins stærri hluta af kökunni. En, varðandi þessa rafbókaprósentu, þá er hún eiginlega alveg út í hött.“ Þó svo að Ísland teljist ekki stórmarkaður í þeim skilningi er veltan umtalsverð eða eins og kemur fram á Vísi í morgun gerir Félag íslenskra bókaútgefenda ráð fyrir að heildarvelta innlendrar bókaútgáfu á þessu ári verði svipuð og síðustu ár, eða á milli 4,5 og 4,7 milljarðar króna.Útgefendur vilja ekki rafbækur Rafbókaprósentan stendur í fjórðungi. En hún skiptir ekki svo miklu máli að svo stöddu að sögn Eiríks: „Vegna þess að útgefendur hafa í einhverjum skilningi ákveðið að hafna þessu, eða ýta burt allri rafbókaútgáfu með því að gera hana eins erfiða, og hægja á ferlinu, eins mikið og þeir mögulega geta. Þetta er að einhverju leyti með stuðningi rithöfunda sem eru líka hræddir við þróunina. Það er ákveðinn ótti þar.“Kiljuprósentulækkun sýnu verst Kiljuprósentan lækkar svo úr úr 23 prósent, eins og fyrir hverja aðra bók, í 18 prósent til rithöfunda. „Þetta þykir mér sýnu alvarlegra. Þetta er skerðing um heil fimm prósentustig á formi sem er að verða algengara og algengara. Þó hún hafi dregist lítillega saman allra síðustu ár er hún miklu meiri en hún var. Það sem meira er, varðandi vorvertíðina, sem er nánast eingöngu kiljuútgáfa, þá eru fleiri ungir höfundar að koma inn með bækur í þá vertíð sem eru að frumútgefa í kilju. Þetta er ekki spurning um einhverja aukaútgáfu fyrir þá.“Þeir ríku verða ríkari Eiríkur vill meina að með hinum nýju samningum aukist enn bilið milli þeirra ríkustu í hópnum. Þeir sem selja yfir 7000 eintök af harðspjöldum – það eru þau ríkustu í hópnum – hækka úr 23% í 25% (og eykst þar aftur bilið milli hinna ríku og fátæku í takt við það sem gerist annars staðar í samfélaginu: „Algjörlega. Það er eini sigurinn sem kemur út úr þessum samningu, það er hinn svokallaði sigur. Það eru ekki nema fimm til sex titlar sem fara svo hátt. Og þeir eiga þá að fá meira fyrir selt eintak. Þeir sem græða mest, græða meira. Þeir sem græða minnst, þeir eru að fá talsvert minna. Þetta fer allra verst með yngstu höfundana.“Meðvirkir rithöfundar Þrátt fyrir þessa meinbugi sem Eiríkur nefnir til sögunnar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum ef Eiríkur og Ævar Örn Jósepsson rithöfundur eru frátaldir. „Þarna inni í eru ýmsar skrifræðislegar ástæður sem skýra rétt rithöfunda og þar fram eftir götunum. Vandamálið er að einhverju leyti það að gamli samningurinn var orðinn svo gamall. Hann er orðinn fjórtán ára gamall, frá 1999, og orðinn úreldur. En, margir fannst mér tala á fundinum af full mikilli meðvirkni með útgefendum. Það er vandamál líka og kannski íslenskt vandamál gegnum gangandi. Við erum stétt með stétt þjóð en svo er líka það að menn vildu losna við gamla samninginn og voru að horfa í það að samið er til tveggja ára og vonandi verður honum sagt upp þá. Að þetta sé millibilssamningur.“ Eiríkur Örn gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni til þessa samnings á bloggsíðu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Egil Örn Jóhannsson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Rithöfundar sömdu við bókaútgefendur á mánudaginn og þó sá samningur hafi verið samþykktur gætir nokkurrar gremju meðal rithöfunda, með lága prósentutölu til þeirra af heildsöluverði einkum er hvað varðar kilur og rafbækur. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er meðal þeirra sem gagnrýnir samninginn harðlega. Sem hann segir skelfilega. „Það er reyndar talað um að almenna prósentutalan, sem er 23 prósent, sé há miðað við heiminn allan. En þetta er vegna þess að Ísland er mjög lítið land og til þess að fá einhverjar tekjur út úr þessu þurfa rithöfundar að hafa einhverna aðeins stærri hluta af kökunni. En, varðandi þessa rafbókaprósentu, þá er hún eiginlega alveg út í hött.“ Þó svo að Ísland teljist ekki stórmarkaður í þeim skilningi er veltan umtalsverð eða eins og kemur fram á Vísi í morgun gerir Félag íslenskra bókaútgefenda ráð fyrir að heildarvelta innlendrar bókaútgáfu á þessu ári verði svipuð og síðustu ár, eða á milli 4,5 og 4,7 milljarðar króna.Útgefendur vilja ekki rafbækur Rafbókaprósentan stendur í fjórðungi. En hún skiptir ekki svo miklu máli að svo stöddu að sögn Eiríks: „Vegna þess að útgefendur hafa í einhverjum skilningi ákveðið að hafna þessu, eða ýta burt allri rafbókaútgáfu með því að gera hana eins erfiða, og hægja á ferlinu, eins mikið og þeir mögulega geta. Þetta er að einhverju leyti með stuðningi rithöfunda sem eru líka hræddir við þróunina. Það er ákveðinn ótti þar.“Kiljuprósentulækkun sýnu verst Kiljuprósentan lækkar svo úr úr 23 prósent, eins og fyrir hverja aðra bók, í 18 prósent til rithöfunda. „Þetta þykir mér sýnu alvarlegra. Þetta er skerðing um heil fimm prósentustig á formi sem er að verða algengara og algengara. Þó hún hafi dregist lítillega saman allra síðustu ár er hún miklu meiri en hún var. Það sem meira er, varðandi vorvertíðina, sem er nánast eingöngu kiljuútgáfa, þá eru fleiri ungir höfundar að koma inn með bækur í þá vertíð sem eru að frumútgefa í kilju. Þetta er ekki spurning um einhverja aukaútgáfu fyrir þá.“Þeir ríku verða ríkari Eiríkur vill meina að með hinum nýju samningum aukist enn bilið milli þeirra ríkustu í hópnum. Þeir sem selja yfir 7000 eintök af harðspjöldum – það eru þau ríkustu í hópnum – hækka úr 23% í 25% (og eykst þar aftur bilið milli hinna ríku og fátæku í takt við það sem gerist annars staðar í samfélaginu: „Algjörlega. Það er eini sigurinn sem kemur út úr þessum samningu, það er hinn svokallaði sigur. Það eru ekki nema fimm til sex titlar sem fara svo hátt. Og þeir eiga þá að fá meira fyrir selt eintak. Þeir sem græða mest, græða meira. Þeir sem græða minnst, þeir eru að fá talsvert minna. Þetta fer allra verst með yngstu höfundana.“Meðvirkir rithöfundar Þrátt fyrir þessa meinbugi sem Eiríkur nefnir til sögunnar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum ef Eiríkur og Ævar Örn Jósepsson rithöfundur eru frátaldir. „Þarna inni í eru ýmsar skrifræðislegar ástæður sem skýra rétt rithöfunda og þar fram eftir götunum. Vandamálið er að einhverju leyti það að gamli samningurinn var orðinn svo gamall. Hann er orðinn fjórtán ára gamall, frá 1999, og orðinn úreldur. En, margir fannst mér tala á fundinum af full mikilli meðvirkni með útgefendum. Það er vandamál líka og kannski íslenskt vandamál gegnum gangandi. Við erum stétt með stétt þjóð en svo er líka það að menn vildu losna við gamla samninginn og voru að horfa í það að samið er til tveggja ára og vonandi verður honum sagt upp þá. Að þetta sé millibilssamningur.“ Eiríkur Örn gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni til þessa samnings á bloggsíðu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Egil Örn Jóhannsson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira