Gremja meðal rithöfunda vegna nýs samnings Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2013 12:44 Eiríkur Örn hefur ýmislegt við nýja samning við bókaútgefendur að athuga. mynd af eiríku/Jóhann Páll Valdimarsson Rithöfundar sömdu við bókaútgefendur á mánudaginn og þó sá samningur hafi verið samþykktur gætir nokkurrar gremju meðal rithöfunda, með lága prósentutölu til þeirra af heildsöluverði einkum er hvað varðar kilur og rafbækur. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er meðal þeirra sem gagnrýnir samninginn harðlega. Sem hann segir skelfilega. „Það er reyndar talað um að almenna prósentutalan, sem er 23 prósent, sé há miðað við heiminn allan. En þetta er vegna þess að Ísland er mjög lítið land og til þess að fá einhverjar tekjur út úr þessu þurfa rithöfundar að hafa einhverna aðeins stærri hluta af kökunni. En, varðandi þessa rafbókaprósentu, þá er hún eiginlega alveg út í hött.“ Þó svo að Ísland teljist ekki stórmarkaður í þeim skilningi er veltan umtalsverð eða eins og kemur fram á Vísi í morgun gerir Félag íslenskra bókaútgefenda ráð fyrir að heildarvelta innlendrar bókaútgáfu á þessu ári verði svipuð og síðustu ár, eða á milli 4,5 og 4,7 milljarðar króna.Útgefendur vilja ekki rafbækur Rafbókaprósentan stendur í fjórðungi. En hún skiptir ekki svo miklu máli að svo stöddu að sögn Eiríks: „Vegna þess að útgefendur hafa í einhverjum skilningi ákveðið að hafna þessu, eða ýta burt allri rafbókaútgáfu með því að gera hana eins erfiða, og hægja á ferlinu, eins mikið og þeir mögulega geta. Þetta er að einhverju leyti með stuðningi rithöfunda sem eru líka hræddir við þróunina. Það er ákveðinn ótti þar.“Kiljuprósentulækkun sýnu verst Kiljuprósentan lækkar svo úr úr 23 prósent, eins og fyrir hverja aðra bók, í 18 prósent til rithöfunda. „Þetta þykir mér sýnu alvarlegra. Þetta er skerðing um heil fimm prósentustig á formi sem er að verða algengara og algengara. Þó hún hafi dregist lítillega saman allra síðustu ár er hún miklu meiri en hún var. Það sem meira er, varðandi vorvertíðina, sem er nánast eingöngu kiljuútgáfa, þá eru fleiri ungir höfundar að koma inn með bækur í þá vertíð sem eru að frumútgefa í kilju. Þetta er ekki spurning um einhverja aukaútgáfu fyrir þá.“Þeir ríku verða ríkari Eiríkur vill meina að með hinum nýju samningum aukist enn bilið milli þeirra ríkustu í hópnum. Þeir sem selja yfir 7000 eintök af harðspjöldum – það eru þau ríkustu í hópnum – hækka úr 23% í 25% (og eykst þar aftur bilið milli hinna ríku og fátæku í takt við það sem gerist annars staðar í samfélaginu: „Algjörlega. Það er eini sigurinn sem kemur út úr þessum samningu, það er hinn svokallaði sigur. Það eru ekki nema fimm til sex titlar sem fara svo hátt. Og þeir eiga þá að fá meira fyrir selt eintak. Þeir sem græða mest, græða meira. Þeir sem græða minnst, þeir eru að fá talsvert minna. Þetta fer allra verst með yngstu höfundana.“Meðvirkir rithöfundar Þrátt fyrir þessa meinbugi sem Eiríkur nefnir til sögunnar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum ef Eiríkur og Ævar Örn Jósepsson rithöfundur eru frátaldir. „Þarna inni í eru ýmsar skrifræðislegar ástæður sem skýra rétt rithöfunda og þar fram eftir götunum. Vandamálið er að einhverju leyti það að gamli samningurinn var orðinn svo gamall. Hann er orðinn fjórtán ára gamall, frá 1999, og orðinn úreldur. En, margir fannst mér tala á fundinum af full mikilli meðvirkni með útgefendum. Það er vandamál líka og kannski íslenskt vandamál gegnum gangandi. Við erum stétt með stétt þjóð en svo er líka það að menn vildu losna við gamla samninginn og voru að horfa í það að samið er til tveggja ára og vonandi verður honum sagt upp þá. Að þetta sé millibilssamningur.“ Eiríkur Örn gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni til þessa samnings á bloggsíðu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Egil Örn Jóhannsson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Rithöfundar sömdu við bókaútgefendur á mánudaginn og þó sá samningur hafi verið samþykktur gætir nokkurrar gremju meðal rithöfunda, með lága prósentutölu til þeirra af heildsöluverði einkum er hvað varðar kilur og rafbækur. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er meðal þeirra sem gagnrýnir samninginn harðlega. Sem hann segir skelfilega. „Það er reyndar talað um að almenna prósentutalan, sem er 23 prósent, sé há miðað við heiminn allan. En þetta er vegna þess að Ísland er mjög lítið land og til þess að fá einhverjar tekjur út úr þessu þurfa rithöfundar að hafa einhverna aðeins stærri hluta af kökunni. En, varðandi þessa rafbókaprósentu, þá er hún eiginlega alveg út í hött.“ Þó svo að Ísland teljist ekki stórmarkaður í þeim skilningi er veltan umtalsverð eða eins og kemur fram á Vísi í morgun gerir Félag íslenskra bókaútgefenda ráð fyrir að heildarvelta innlendrar bókaútgáfu á þessu ári verði svipuð og síðustu ár, eða á milli 4,5 og 4,7 milljarðar króna.Útgefendur vilja ekki rafbækur Rafbókaprósentan stendur í fjórðungi. En hún skiptir ekki svo miklu máli að svo stöddu að sögn Eiríks: „Vegna þess að útgefendur hafa í einhverjum skilningi ákveðið að hafna þessu, eða ýta burt allri rafbókaútgáfu með því að gera hana eins erfiða, og hægja á ferlinu, eins mikið og þeir mögulega geta. Þetta er að einhverju leyti með stuðningi rithöfunda sem eru líka hræddir við þróunina. Það er ákveðinn ótti þar.“Kiljuprósentulækkun sýnu verst Kiljuprósentan lækkar svo úr úr 23 prósent, eins og fyrir hverja aðra bók, í 18 prósent til rithöfunda. „Þetta þykir mér sýnu alvarlegra. Þetta er skerðing um heil fimm prósentustig á formi sem er að verða algengara og algengara. Þó hún hafi dregist lítillega saman allra síðustu ár er hún miklu meiri en hún var. Það sem meira er, varðandi vorvertíðina, sem er nánast eingöngu kiljuútgáfa, þá eru fleiri ungir höfundar að koma inn með bækur í þá vertíð sem eru að frumútgefa í kilju. Þetta er ekki spurning um einhverja aukaútgáfu fyrir þá.“Þeir ríku verða ríkari Eiríkur vill meina að með hinum nýju samningum aukist enn bilið milli þeirra ríkustu í hópnum. Þeir sem selja yfir 7000 eintök af harðspjöldum – það eru þau ríkustu í hópnum – hækka úr 23% í 25% (og eykst þar aftur bilið milli hinna ríku og fátæku í takt við það sem gerist annars staðar í samfélaginu: „Algjörlega. Það er eini sigurinn sem kemur út úr þessum samningu, það er hinn svokallaði sigur. Það eru ekki nema fimm til sex titlar sem fara svo hátt. Og þeir eiga þá að fá meira fyrir selt eintak. Þeir sem græða mest, græða meira. Þeir sem græða minnst, þeir eru að fá talsvert minna. Þetta fer allra verst með yngstu höfundana.“Meðvirkir rithöfundar Þrátt fyrir þessa meinbugi sem Eiríkur nefnir til sögunnar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum ef Eiríkur og Ævar Örn Jósepsson rithöfundur eru frátaldir. „Þarna inni í eru ýmsar skrifræðislegar ástæður sem skýra rétt rithöfunda og þar fram eftir götunum. Vandamálið er að einhverju leyti það að gamli samningurinn var orðinn svo gamall. Hann er orðinn fjórtán ára gamall, frá 1999, og orðinn úreldur. En, margir fannst mér tala á fundinum af full mikilli meðvirkni með útgefendum. Það er vandamál líka og kannski íslenskt vandamál gegnum gangandi. Við erum stétt með stétt þjóð en svo er líka það að menn vildu losna við gamla samninginn og voru að horfa í það að samið er til tveggja ára og vonandi verður honum sagt upp þá. Að þetta sé millibilssamningur.“ Eiríkur Örn gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni til þessa samnings á bloggsíðu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Egil Örn Jóhannsson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira