Klukkan hefur áhrif á þunglyndi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:15 „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. mynd/365 „Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira