Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 18:45 Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09