Lífið

Rútuslys á tónleikaferðalagi Willie Nelson

Willie Nelson
Willie Nelson AFP/NordicPhotos
Hlé hefur verið gert á tónleikaferðalagi Willie Nelsons eftir að þrír hljómsveitarmeðlimir meiddust þegar rúta sveitarinnar lenti í árekstri í Texas í gær.

Nelson var ekki um borð í rútunni þegar slysið átti sér stað, skammt fyrir utan Dallas.

Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni kom fram að hálka hafi verið á veginum og að aðstæður hafi verið slæmar.

Trommuleikarinn Paul English hlaut alvarlegustu meiðslin, en hann mjaðmabrotnaði. Þeir Billy English og Thomas Ray Hawkins hlutu minni háttar áverka.

Hætt hefur verið við að minnsta kosti fjóra næstu tónleika. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.