Lífið

Vinnie Jones greinist með húðkrabbamein

Bjarki Ármannsson skrifar
Leikarinn vinsæli greindi frá veikindum sínum nú á dögunum.
Leikarinn vinsæli greindi frá veikindum sínum nú á dögunum. Getty
Leikarinn, knattspyrnugoðsögnin og Íslandsvinurinn Vinnie Jones lýsti því yfir nýlega að hann háir nú baráttu við húðkrabbamein. Hinn 48 ára gamli harðjaxl greindi frá þessu í viðtali við breska blaðið The Sun.

Jones segist hafa orðið var við bletti undir auga sínu síðastliðinn febrúar. Við skoðun kom í ljós að um sortuæxli var að ræða og hefur leikarinn þegar hafið meðferð.

Sortuæxli banar um 1,300 mönnum og um 900 konum á ári.

Nýverið greindi Hugh Jackman, meðleikari Jones í kvikmyndunum Swordfish og X-Men:The Last Stand, frá því að hann þjáðist líka af húðkrabbameini. Notaði hann tækifærið til að minna á mikilvægi sólarvarnar og þess að leita læknisaðstoðar ef óeðlilegir blettir eða hnúðar myndast á líkamanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.