Lífið

Georges Lautner látinn

Georges Lautner
Georges Lautner AFP/NordicPhotos
Leikstjórinn franski, Georges Lautner er látinn, 87 ára að aldri.

Lautner leikstýrði mörgum kvikmyndum á ferlinum, en þekktasta verk hans er sennilega myndin Les Tontons Flingeurs, sem útleggst á ensku sem Monsieur Gangster. Myndin er frá árinu 1963.

Kvikmyndir úr smiðju leikstjórans voru sprenghlægilegar á köflum og gríðarlega vinsælar. Margar þeirra eru reglulega sýndar í frönsku sjónvarpi, áratugum eftir að þær komu út.

Í gær minntist forseti Frakklands, Francois Hollande, leikstjórans, en hann lést á föstudaginn síðastliðinn. Hollande sagði kvikmyndir Lautners vera hluti af menningararfi Frakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.