Flokksmenn velja fjóra efstu fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2013 11:21 Mikil samstaða var um Dag B. Eggertsson til áframhaldandi setu í leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. mynd/daníel Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira