Flokksmenn velja fjóra efstu fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2013 11:21 Mikil samstaða var um Dag B. Eggertsson til áframhaldandi setu í leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. mynd/daníel Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira