Ítarlegar spurningar Mannréttindadómstólsins vekja athygli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 16:40 Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. mynd/GVA „Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira