Lífið

Skopstæling af Wrecking Ball Miley Cyrus vekur athygli

Myndband Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball kom út í september.

Myndbandið sló hvert áhorfsmetið á fætur öðru, og var til að mynda horft á það 19,3 milljón sinnum á einum sólarhring á Vevo.

Myndbandið, sem er leikstýrt af Terry Richardson, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum en í því fer Miley Cyrus úr hverri spjör.

Margir hafa gert sér mat úr myndbandinu, þekktir einstaklingar á borð við Robert De Niro sem og aðrir minna þekktir

Nú síðast var það grínistinn Steve Kardynal, en hann gerði svokallaða Chatroulette útgáfu af Wrecking Ball. Þar tekur Kardynal upp kostuleg viðbrögð fólks um allan heim við skopstælingunni af myndbandinu.

Úr myndbandi Kardynal
Kardynal hlóð myndbandinu upp á youtube síðu sína í fyrradag, en myndbandið hefur fengið yfir tíu milljón áhorf.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.