Lífið

Robert De Niro les textann við Wrecking Ball

Stórleikararnir Morgan Freeman, Kevin Kline, Robert De Niro og Michael Douglas fara með helstu hlutverk í gamanmyndinni Last Vegas
Stórleikararnir Morgan Freeman, Kevin Kline, Robert De Niro og Michael Douglas fara með helstu hlutverk í gamanmyndinni Last Vegas
Stórleikararnir Morgan Freeman, Kevin Kline, Robert De Niro og Michael Douglas fara með helstu hlutverk í gamanmyndinni Last Vegas sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum þann 1. nóvember.

Myndin segir frá fjórum vinum á sjötugsaldri sem halda til Las Vegas í þeim tilgangi að steggja einn úr hópnum.

Leikararnir hittu blaðamann Screen Junkies til að kynna kvikmyndina. Blaðamaður fór þó óhefðbundnar leiðir í viðtalstækni sinni og bað hvern leikara um að lesa upp lagatexta við þekkt popplög.

De Niro las textann við Wrecking Ball með Miley Cyrus, Morgan Freeman las What Does The Fox Say, Kevin Kline les upp texta við lag drengjasveitarinnar One Direction og loks las Micheal Douglas textann við lagið Chinese Food.

Hér að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.