Lífið

Of langt gengið?

AFP/NordicPhotos
Sacha Baron Cohen vann til Charlie Chaplin-verðlaunanna fyrir gamanleik á BAFTA-hátíðinni nú um helgina.

Cohen fór upp á svið til að taka við verðlaununum ásamt konu sem átti að vera Grace Collington, síðasta manneskjan á lífi sem átti að hafa unnið með Charlie Chaplin.

Collington, sem var sögð vera 87 ára, rétti Cohen staf og hann gerði Chaplin-eftirhermu. Stuttu síðar tók hann sig til og ýtti leikkonunni af sviðinu og „drap hana.“

Leikkonan á sviðinu, sem svo var hent af sviðinu, var áhættuleikari.

Uppátækið fór vel í áhorfendur, þó sumum hverjum hafi brugðið hressilega.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.