Lífið

Scarlett Johansson hefur ekkert á móti klámi

AFP/NordicPhotos
Scarlett Johansson hefur ekkert á móti klámi.

Leikkonan hæfileikaríka er á forsíðu breska Marie Claire nú í desember og segir að klám geti bæði verið skemmtilegt fyrir menn og konur.

„Ég á áreiðanlega að vera með háþróaða skoðun á því hvernig klám hefur áhrif á samfélagið, siðferðið að baki, hvernig það hefur áhrif á sambönd á milli karla og kvenna og hlutgerir konur. En ég hugsa eiginlega ekkert út í það,“ segir Scarlett í samtali við Marie Claire.

„Ég held, að eins og með allt annað, sé hægt að njóta þess að horfa á klám,“ segir hún jafnframt.

Í Don Jon, nýjustu kvikmynd Johansson, leikur hún Barböru, kærustu kvensams manns sem heitir Jon. Hann er illa haldinn af klámfíkn, og reynir að fela það fyrir kærustu sinni. Barbara kemst þó að hinu sanna undir lokin.

„Ef ég kæmist að því að kærastinn minn horfði svona mikið á klám, yrði ég samt algjörlega orðlaus af undrun,“ segir Johansson í viðtalinu við Marie Claire.

Scarlett Johansson er tuttugu og átta ára gömul og trúlofuð Romain Dauriac.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.