Lífið

Skipsfélagar í 20 ár

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þeir félagar hlakka til að takast á við verkefnin á nýja skipinu þó það sé spurning hvort þeir eigi eftir að starfa saman næstu 20 árin.
Þeir félagar hlakka til að takast á við verkefnin á nýja skipinu þó það sé spurning hvort þeir eigi eftir að starfa saman næstu 20 árin. mynd/Þröstur Albertsson
Þeir Guðmundur Rúnar Gunnarsson og Bjarni Gunnarsson hafa verið skipsfélagar í bráðum 20 ár. Guðmundur Rúnar hóf störf um borð í skipinu Rifsnesi fyrir 22 árum en Bjarni hóf störf þar árið 1994. Rifsnes er gert út frá Rifi á Snæfellsnesi.

Bjarni hefur verið skipstjóri síðan árið 1998 en Guðmundur Rúnar hefur verið kokkur frá því hann byrjaði þó hann hafi að vísu gengið í öll störf á skipinu, nema að leysa skipstjórann af.

Þegar ljósmyndarinn Þröstur Albertsson hitti þá á þriðjudaginn í síðustu viku voru þeir að koma úr síðasta túr skipsins en brátt mun nýtt skip koma í stað gamla Rifsnessins. Þeir félagar munu fara saman til Noregs ásamt fleirum að sækja skipið.

Þeir félagar hlakka til að takast á við verkefnin á nýja skipinu þó það sé spurning hvort þeir eigi eftir að starfa saman næstu 20 árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.