Lífið

Lady Gaga í samstarf við H&M

Lady Gaga þykir ögrandi í klæðaburði.
Lady Gaga þykir ögrandi í klæðaburði.
H&M hefur áður verið í samstarfi við söngdrottningarnar Beyoncé og Lana Del Rey en nú er komið að poppstjörnunni, sjálfri Lady Gaga. 

Söngkonan er þekkt fyrir að fara ótróðnar slóðir og ögra með fatastíl sínum. Nú hefur hún hafið samstarf við sænsku fatakeðjuna H&M sem hyggst opna nýja verslun á næstu dögum í New York, heimabæ söngkonunnar.  

Hin 27 ára Gaga mun verða viðstödd opnun verslunarinnar á Times Square sem opnar með pomp og pragt þann 14. nóvember. 

„Þetta eru sannarlega tímamót fyrir H&M að stíga spor á krossgötum heims og eiga okkar eigið merki sem er áberandi í borgarmynd New York, lýst upp á toppi þessarar glæsilegu byggingar. Við vissum að við þyrftum að vera í samstarfi við stjörnu sem lýsir eins skært og verslunin,“ segir Daniel Kulle, forstjóri H&M keðjunnar í Bandaríkjunum. 

Sænska fatakeðjan mun einnig aðstoða Lady Gaga við sölu nýju plötunnar, Artpop með því að selja hana í verslunum þeirra í Bandaríkjunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.