Lífið

DJ Óli Geir býður upp á ókeypis lagalista í ræktina

DJ Óli Geir
DJ Óli Geir 365/Anton Brink
Tónleikahaldarinn og plötusnúðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir hefur undanfarið búið til ókeypis lagalista sem hægt er að nálgast á netinu.

Eftirspurnin er mikil að sögn Óla Geirs og yfir þrjátíu þúsund Íslendingar hafa þegar hlaðið lagalistunum niður.

„Fólk getur náð í þetta á síðunni hjá mér. Lagalistarnir innihalda oftast vinsælustu lög nútímans í remixuðum útfærslum,“ segir Óli Geir um lagalistana.

„Ég var alltaf að fá ótal fyrirspurnir á Facebook hvort ég gæti bent fólki á góð lög í ræktina. Að sjálfsögðu gerði ég það. Ég ákvað svo að henda í eitt klukkutíma mix og gefa það – síðan hef ég gert þetta reglulega,“ segir Óli Geir.

„Ef þetta er eitthvað sem gleður fólk þá er ég sáttur, það er nóg fyrir mig,“ segir Óli Geir að lokum.

Lagalistann er hægt að nálgast hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.