Lífið

Forest Whitaker vildi ekki leika Obama

Barack Obama og Forest Whitaker
Barack Obama og Forest Whitaker Samsett Mynd/AFP/NordicPhotos
Í viðtali við The Independent, segir Forest Whitaker að honum hafi einu sinni staðið til boða að taka að sér hlutverk sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, en hann hafi neitað.

„Ég var spurður hvort ég vildi leika Obama í kvikmyndinni My Name is Khan,“ segir Whitaker í viðtalinu. „Mér leið ekki nægilega vel með það. Að hluta til því hann var enn forseti, en aðallega því mín tilfinning var sú að það væri annað fólk miklu betur til þess fallið að leika hann en ég,“ segir Whitaker jafnframt.

My Name is Khan kom út árið 2010 og Christopher B. Duncan var á endanum fenginn til þess að leika Bandaríkjaforseta. Whitaker vonaði sjálfur að Will Smith tæki að sér hlutverkið. 

Duncan, sem hafði getið sér gott orð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Veronica Mars hefur áður hermt eftir Obama, meðal annars í spjallþætti Jays Leno. Myndband af eftirhermunni er hægt að spila hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.