Innlent

Ljósmóðir er fegursta orðið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Rúmlega 13 þúsund manns greiddu atkvæði í kosningunni um fegursta orðið.
Rúmlega 13 þúsund manns greiddu atkvæði í kosningunni um fegursta orðið.
Ljósmóðir er fegursta orð íslenskunnar samkvæmt kosningu sem Hugvísindasvið Háskóla íslands og RÚV stóðu fyrir.

Á eftir ljósmóðurinni kom orðið hugfanginn og þar á eftir bergmál.

Alls bárust tillögur um fegursta orðið frá um 8.500 einstaklingum og úr þeim hópi valdi starfshópur 30 orð, tíu í hverjum aldurshópi, bæði með hliðsjón af orðinu og ástæðu fyrir tilnefningu þeirra. Almenningi gafst svo kostur á að kjósa á milli orðanna en rúmlega 13 þúsund manns greiddu atkvæði.

Í yngsta aldurshópnum reyndist orðið spékoppar hlutskarpast og í hópi 16-25 ára sigraði orðið hugfanginn.


Tengdar fréttir

Hægt að velja um fegurstu og ljótustu orð íslenskrar tungu

Nú hefur verið opnuð Facebook-síða þar sem hægt er að velja ljótasta orðið í íslenskri tungu. "Ég er ekki búinn að sjá síðuna en ég frétti af henni í morgun,“ segir Ástráður Eysteinsson, formaður starfshóps vegna leitarinnar að fegursta orðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×