Erfiðara að fá lán eftir að ný neytendalög tóku gildi 13. nóvember 2013 18:30 Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira