Lífið

Landsliðsmenn styðja neyðarsöfnun UNICEF

Guðlaugur Victor, Kolbeinn, Gunnleifur, Birkir og Kári.
Guðlaugur Victor, Kolbeinn, Gunnleifur, Birkir og Kári. Mynd/Unicef
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo mikilvægustu leiki íslenskrar knattspyrnusögu á næstu dögum.

Þrátt fyrir að leikmenn landsliðsins séu uppteknir við stífar æfingar þessa dagana gáfu þeir sér tíma til að styðja gott málefni.

Á æfingu liðsins í gær var tekið upp ákall þar sem landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason hvetja landsmenn til að styðja söfnun UNICEF fyrir bágstödd börn á Filippseyjum. Það er hægt að gera með því að senda sms-skilaboðin BARN í númerið 1900 og styrkja þannig málefnið um 1.900 krónur.

Fjöldi barna á Filippseyjum á nú um sárt að binda eftir að einn stærsti fellibylur sögunnar gekk yfir eyjarnar um síðustu helgi.

Með því að leggja UNICEF lið feta strákarnir í fótspor annarra knattspyrnumanna á borð við Leo Messi, en hann hefur verið óþreytandi talsmaður UNICEF um langt árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.