Lífið

Skila af sér Heimsleikaförunum

Vera Pálsdóttir, ljósmyndari og Snædís Þorleifsdóttir, verkefnistjóri, tóku að sér um haustið 2010 að aðstoða Heimsleikafara Slökkviliðsmanna Höfuðborgarsvæðisins við að koma árlega jóladagatali þeirra á framfæri.

Vera tók að sér að mynda dagatalið og Snædís sáum um markaðssetningu og viðburði. Björgvin Möller, kvikmyndatökumaður, slóst í hópinn og við bættist úgáfa á litlum myndböndum úr ferlinu. Dagatölin slóu í gegn undir handleiðslu þeirra Veru og Snædísar og seldust upp á mettíma, öll árin.

Nú skilja þær Vera og Snædís við verkefnið, og láta öðrum eftir að taka við.



„Það var ákveðið að uppbygging verkefnisins myndi standa fram að næstu Heimsleikum, sem fóru fram í Belfast á Norður-Írlandi síðastliðið sumar. Strákarnir stóðu sig frábærlega á Leikunum eins og venjulega og komu heim hlaðnir verðlaunum. Við skiljum eftir flottann pakka til strákanna og það verður spennandi að fylgjast með Heimsleikaförunum í framtíðinni,“ segir Snædís um verkefnið, en það var allt unnið í sjálfboðavinnu.

„Það verður spennandi að sjá hver næsti ljósmyndari jóladagatalsins verður - þeir eru svo sannarlega þess virði að styrkja,“ segir Snædís, að lokum.

Myndirnar sem fylgja eru yfirlitsmyndir úr tökum á jóladagatalinu í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.