Lífið

Datt í lukkupottinn og vann flug fyrir tvo

Ásta tekur við verðlaununum úr höndum Davíðs Guðbrandssonar.
Ásta tekur við verðlaununum úr höndum Davíðs Guðbrandssonar.
Vefsíðan bestabod.is gefur almenningi kost á tilboði frá fagfólki í hin ýmsu verkefni. Aðstandendur vefsíðunnar ákváðu að blása til leikjar í október fyrir viðskiptavini sína þar sem í verðlaun var flug fyrir tvo til áfangastaða Icelandair í Evrópu að eigin vali.

Vinningshafinn í leiknum að þessu sinni var Ásta Gunnarsdóttir og var hún að sjálfsögðu í skýjunum með vinninginn.

Bestabod.is er skilvirk verkefnamiðlun þar sem notandi skráir inn verkbeiðni sér að kostnaðarlausu. Beiðninni er svo dreift á fagaðila sem í kjölfarið gera tilboð í verkið. Hægt að sjá ferilskrá þeirra sem í verkið bjóða og notandi valið af kostgæfni sitt besta boð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.