Lífið

Rokkfrömuður treður upp með Todmobil í Hörpu

Heimir Már Pétursson skrifar
Jon Anderson einn stofnenda stórsveitarinnar Yes treður upp með Todmobile á afmælistónleikum hljómsveitarinnar í Hörpu annað kvöld. Jon lofar kröftugum og skemmtilegum tónleikum.  

Um þessar mundir eru 25 ár frá því Todmobile kom frá á sjónarsviðið með hvelli og hefur hljómsveitin átt dyggan aðdáendahóp allt síðan þá. Og nú stendur mikið til á 25 ára afmælinu, því auk kröftugrar tónlistar Todmobile verður boðið upp á einn stofnenda Yes, söngvarann Jon Anderson.

Þorvaldur Bjarni kynntist Jon Anderson fyrir um sex árum og hafa þeir unnið saman að tónlist af og til síðan þá. Þeir hafa meðal annars samið saman lagið Wings of Heaven sem finna má á Youtube.

Jon Anderson á heiðurinn af lögum eins og Owner of a Lonely Heart og Roundabout, sem Todmobile flytur með honum á milli eigin laga á tónleikunum í Hörpu annað kvöld.

„Ég auglýsti eftir tónlistarmönnum til samstarfs fyrir nokkrum árum og þannig kynntist ég Tod (Þorvaldi Bjarna) og við höfum átt gott samstarf síðan þá og þannig kynntist ég tónlist Todmobil,“ segir Jon.

„Ég hlakka til tónleikanna í Hörpu. Ég mun skemmta mér konunglega og ég er viss um að áhorfendur eiga eftir að gera það líka,“ segir þessi heimsfrægi sögnvari þegar hann gaf sér tíma frá æfingu fyrr í dag til að tala við fréttamann.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.