Innlent

Áhöfnin á Geir keypti árituðu treyjuna

Mynd/Vilhelm
Landsliðstreyja, árituð af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var slegin á 405 þúsund krónur á uppboði norður á Þórshöfn í gærkvöldi.

Hæstbjóðandi var áhöfnin og eigandi að dragnótabátnum Geir ÞH frá Þórshöfn en boðið var í treyjuna víða á landinu í gegn um netið. Uppboðið var haldið til styrktar eins árs stúlku frá Þórshöfn, sem fæddist með alvarlega hjartagalla og hefur nú þegar gengist undir nokkrar aðgerðir. Sitthvað fleira var á uppboðinu og seldist allt á rúmri klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×