Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar lítilli hetju með hjartagalla Hrund Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 17:46 Bryndís Hulda Garðarsdóttir er tæplega ársgömul hetja sem fæddist með flókinn og margþættan hjartagalla. Í stað fjögurra hjartahólfa hefur Bryndís í raun aðeins tvö og tengingu milli lungna og hjarta vantar. Yfirleitt er gert við svona galla í þremur aðskildum aðgerðum á fyrstu tveimur æviárum barna en hjá Bryndísi hefur það ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Fyrsta aðgerðin gekk vel en síðan hefur gengið á ýmsu og er Bryndís nú stödd í Lundi í Svíþjóð þar sem nýbúið er að gera aðgerð á hjartalokum. „Hún er búin að vera sofandi á gjörgæslu í tvær vikur á morgun og í rauninni vitum við ekkert, við erum bara að bíða,“ segir Sandra Valsdóttir, móðir Bryndísar. Bryndís er í öndunarvél en vonast er til þess að hægt verði að vekja hana eftir nokkra daga. Ef vel gengur þarf hún að gangast undir fleiri aðgerðir síðar og líklega þiggja nýtt hjarta á einhverjum tímapunkti. „Við eigum tvö önnur börn, 5 og 8 ára, en við höfum ekki getað tekið þátt í mörgu saman þetta árið, enda höfum við ýmist þurft að vera í hálfgerðri einangrun vegna smithættu eða við höfum verið á sjúkrahúsum,“ segir Sandra. Erfiðleikar undanfarins árs hafa eðlilega tekið á, einnig fjárhagslega. Sandra hefur ekkert getað unnið og Garðar, faðir Bryndísar, hefur einnig verið mikið frá. Sandra er ættuð frá Þórshöfn og stendur félagið Styrkur nú fyrir fjáröflunarsamkomu þar, þar sem uppboð fer fram á ýmsum hlutum til styrktar fjölskyldunni. „Við erum óendanlega þakklát. Maður verður meyr og klökkur af því að hugsa til þess hvað það eru margir tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir okkur,“ segir Sandra. Á uppboðinu er meðal annars árituð landsliðstreyja sem ætla má að margir myndu vilja eignast fyrir stórleikinn sem framundan er á morgun þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Króötum í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu. Hægt er að bjóða í treyjuna á Facebooksíðunni Styrkur og velunnarar Þórshöfn til klukkan 19.30 í kvöld. Sá sem á hæsta boðið á þeirri stundu hringir í uppboðshaldarann Almar Marínósson í síma 8689670 og festir sér treyjuna, ef ekki berst hærra boð frá þeim sem viðstaddir verða á uppboðinu á Þórshöfn. Treyjan verður síðan send eiganda sínum með fyrsta mögulega flugi. Sandra sendir innilegt þakklæti og baráttukveðjur fyrir leikinn á morgun. „Við erum alveg tilbúin fyrir leikinn, erum búin að kaupa snakk og finna út á hvaða stöð hann er og erum alveg viss um að við vinnum,“ segir þessi bjartsýna og jákvæða kona að lokum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bryndís Hulda Garðarsdóttir er tæplega ársgömul hetja sem fæddist með flókinn og margþættan hjartagalla. Í stað fjögurra hjartahólfa hefur Bryndís í raun aðeins tvö og tengingu milli lungna og hjarta vantar. Yfirleitt er gert við svona galla í þremur aðskildum aðgerðum á fyrstu tveimur æviárum barna en hjá Bryndísi hefur það ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Fyrsta aðgerðin gekk vel en síðan hefur gengið á ýmsu og er Bryndís nú stödd í Lundi í Svíþjóð þar sem nýbúið er að gera aðgerð á hjartalokum. „Hún er búin að vera sofandi á gjörgæslu í tvær vikur á morgun og í rauninni vitum við ekkert, við erum bara að bíða,“ segir Sandra Valsdóttir, móðir Bryndísar. Bryndís er í öndunarvél en vonast er til þess að hægt verði að vekja hana eftir nokkra daga. Ef vel gengur þarf hún að gangast undir fleiri aðgerðir síðar og líklega þiggja nýtt hjarta á einhverjum tímapunkti. „Við eigum tvö önnur börn, 5 og 8 ára, en við höfum ekki getað tekið þátt í mörgu saman þetta árið, enda höfum við ýmist þurft að vera í hálfgerðri einangrun vegna smithættu eða við höfum verið á sjúkrahúsum,“ segir Sandra. Erfiðleikar undanfarins árs hafa eðlilega tekið á, einnig fjárhagslega. Sandra hefur ekkert getað unnið og Garðar, faðir Bryndísar, hefur einnig verið mikið frá. Sandra er ættuð frá Þórshöfn og stendur félagið Styrkur nú fyrir fjáröflunarsamkomu þar, þar sem uppboð fer fram á ýmsum hlutum til styrktar fjölskyldunni. „Við erum óendanlega þakklát. Maður verður meyr og klökkur af því að hugsa til þess hvað það eru margir tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir okkur,“ segir Sandra. Á uppboðinu er meðal annars árituð landsliðstreyja sem ætla má að margir myndu vilja eignast fyrir stórleikinn sem framundan er á morgun þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Króötum í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu. Hægt er að bjóða í treyjuna á Facebooksíðunni Styrkur og velunnarar Þórshöfn til klukkan 19.30 í kvöld. Sá sem á hæsta boðið á þeirri stundu hringir í uppboðshaldarann Almar Marínósson í síma 8689670 og festir sér treyjuna, ef ekki berst hærra boð frá þeim sem viðstaddir verða á uppboðinu á Þórshöfn. Treyjan verður síðan send eiganda sínum með fyrsta mögulega flugi. Sandra sendir innilegt þakklæti og baráttukveðjur fyrir leikinn á morgun. „Við erum alveg tilbúin fyrir leikinn, erum búin að kaupa snakk og finna út á hvaða stöð hann er og erum alveg viss um að við vinnum,“ segir þessi bjartsýna og jákvæða kona að lokum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira