Innlent

Leið yfir Björn við qi gong æfingar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Mynd/GVA
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fluttur með skyndi á Landspítalann í gær. Björn var við qi gong æfingar í gærmorgun þegar það leið yfir ráðherrann fyrrverandi. Hann greinir sjálfur frá þessu á heimasíðu sinni.

„Félagar mínir vöktu mig til meðvitundar en öruggar hendur þeirra sem komu í bílnum með þekkingu sína og reynslu sköpuðu mér og öllum öðrum vissu um að allt færi á hinn besta veg. Á Landspítalanum komst ég strax í hendur lækna og hjúkrunarfræðinga, var drifinn i hjartaþræðingu, sem sýndi heilbrigðar kransæðar. Síðan tóku við rannsóknir fram eftir degi og ákveðið var að fylgjast með mér og lagðist ég til svefns á hjartadeildinni,“ skrifar Björn.

Hann vaknaði í morgun á Landspítalanum en var útskrifaður um hádegisbil eftir frekari rannsóknir. „Eins og jafnan áður þegar ég hef notið þjónustu þess frábæra fólks sem starfar á spítalanum fer ég þaðan stoltur yfir að þjóðin eigi slíkt sjúkrahús og öruggur um að ég hafi verið í hinum bestu höndum.“

Þetta er í þriðja sinn sem Björn þarf að leita séð aðstoðar á Landspítalanum. Fyrir um 20 árum fékk hann blóðeitrun í fótinn á prestastefnu á Hólum í Hjaltadal. Björn lá þá í viku á Landspítalanum. Björn þurfti einnig að leita sér aðstoðar á Landspítalanum árið 2007 þegar lunga féll saman.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×