Verða að breyta hugsunarhætti sínum gagnvart ölvunarakstri Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. nóvember 2013 20:25 „Breyta þarf hugsunarhætti Íslendinga í garð ölvunaraksturs." Þetta segir maður sem ók ölvaður og olli banaslysi fyrir 15 árum. Í dag var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Fjölmenni var samankomin við bráðamóttöku Landspítlanans í Fossvogi í morgun og fórnarlamba umferðarslysa minnst. Þriðja sunnudag í nóvember er efnt til hliðstæðrar athafnar víða um heim og hefur sú hefð skapast hér á landi og að heiðra þær starfstéttir sem kom að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. 12 eru nú þegar látnir í ár í alvarlegum umferðarslysum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Ólafur Ingvar Guðjónsson. Hann ók ölvaður þegar hann var 17 ára gamall og olli umferðarslysi sem varð til þess að unga kona lét lífið. „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ segir Ólafur Ingvar.Ellen BjörnsdóttirEllen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár. Hún segir það aldrei venjast að sjá alvarlega slasaða sjúklinga. „Í rauninni þá óskar maður engum að sjá það sem við höfum séð hérna. Þó að maður sé búin að vera hérna í 30 ár þá venst þetta aldrei. Maður er með í bakpokanum mál sem ekki er hægt að losna við þrátt fyrir að hafa leitað sér aðstoðar.“Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vill efla umferðaröryggi með auknu viðhaldi á vegum landsins. „Við höfum aðeins verið að slá slöku við hvað það varðar á undanförnum árum vegna kreppu. Við verðum að tryggja að umferðar- og samgöngumannvirkin okkar séu örugg og almenningur geti ekið um og farið sinnar leiðar og treyst því að hlutunum sé haldið vel við.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Breyta þarf hugsunarhætti Íslendinga í garð ölvunaraksturs." Þetta segir maður sem ók ölvaður og olli banaslysi fyrir 15 árum. Í dag var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Fjölmenni var samankomin við bráðamóttöku Landspítlanans í Fossvogi í morgun og fórnarlamba umferðarslysa minnst. Þriðja sunnudag í nóvember er efnt til hliðstæðrar athafnar víða um heim og hefur sú hefð skapast hér á landi og að heiðra þær starfstéttir sem kom að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. 12 eru nú þegar látnir í ár í alvarlegum umferðarslysum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Ólafur Ingvar Guðjónsson. Hann ók ölvaður þegar hann var 17 ára gamall og olli umferðarslysi sem varð til þess að unga kona lét lífið. „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ segir Ólafur Ingvar.Ellen BjörnsdóttirEllen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár. Hún segir það aldrei venjast að sjá alvarlega slasaða sjúklinga. „Í rauninni þá óskar maður engum að sjá það sem við höfum séð hérna. Þó að maður sé búin að vera hérna í 30 ár þá venst þetta aldrei. Maður er með í bakpokanum mál sem ekki er hægt að losna við þrátt fyrir að hafa leitað sér aðstoðar.“Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vill efla umferðaröryggi með auknu viðhaldi á vegum landsins. „Við höfum aðeins verið að slá slöku við hvað það varðar á undanförnum árum vegna kreppu. Við verðum að tryggja að umferðar- og samgöngumannvirkin okkar séu örugg og almenningur geti ekið um og farið sinnar leiðar og treyst því að hlutunum sé haldið vel við.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira