Verða að breyta hugsunarhætti sínum gagnvart ölvunarakstri Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. nóvember 2013 20:25 „Breyta þarf hugsunarhætti Íslendinga í garð ölvunaraksturs." Þetta segir maður sem ók ölvaður og olli banaslysi fyrir 15 árum. Í dag var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Fjölmenni var samankomin við bráðamóttöku Landspítlanans í Fossvogi í morgun og fórnarlamba umferðarslysa minnst. Þriðja sunnudag í nóvember er efnt til hliðstæðrar athafnar víða um heim og hefur sú hefð skapast hér á landi og að heiðra þær starfstéttir sem kom að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. 12 eru nú þegar látnir í ár í alvarlegum umferðarslysum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Ólafur Ingvar Guðjónsson. Hann ók ölvaður þegar hann var 17 ára gamall og olli umferðarslysi sem varð til þess að unga kona lét lífið. „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ segir Ólafur Ingvar.Ellen BjörnsdóttirEllen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár. Hún segir það aldrei venjast að sjá alvarlega slasaða sjúklinga. „Í rauninni þá óskar maður engum að sjá það sem við höfum séð hérna. Þó að maður sé búin að vera hérna í 30 ár þá venst þetta aldrei. Maður er með í bakpokanum mál sem ekki er hægt að losna við þrátt fyrir að hafa leitað sér aðstoðar.“Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vill efla umferðaröryggi með auknu viðhaldi á vegum landsins. „Við höfum aðeins verið að slá slöku við hvað það varðar á undanförnum árum vegna kreppu. Við verðum að tryggja að umferðar- og samgöngumannvirkin okkar séu örugg og almenningur geti ekið um og farið sinnar leiðar og treyst því að hlutunum sé haldið vel við.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Breyta þarf hugsunarhætti Íslendinga í garð ölvunaraksturs." Þetta segir maður sem ók ölvaður og olli banaslysi fyrir 15 árum. Í dag var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum. Fjölmenni var samankomin við bráðamóttöku Landspítlanans í Fossvogi í morgun og fórnarlamba umferðarslysa minnst. Þriðja sunnudag í nóvember er efnt til hliðstæðrar athafnar víða um heim og hefur sú hefð skapast hér á landi og að heiðra þær starfstéttir sem kom að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. 12 eru nú þegar látnir í ár í alvarlegum umferðarslysum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Ólafur Ingvar Guðjónsson. Hann ók ölvaður þegar hann var 17 ára gamall og olli umferðarslysi sem varð til þess að unga kona lét lífið. „Það er rosalegt, samfélagsálitið á ölvunarakstri. Það eru menn sem fara með þetta sem gamanmál. Þeir segja: ,Djöfull var ég fullur í gær. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst heim en bíllinn var á sínum stað'. Menn hlægja af þessu og segja að maður sé ruglaður. Svo lendir einhver í slysi og verður einhverjum að bana. Þá standa allir og benda á þig: ,Helvítis fífl og aumingi - þú átt ekkert gott skilið'. Það verður að breyta þessum hugsunarhætti,“ segir Ólafur Ingvar.Ellen BjörnsdóttirEllen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár. Hún segir það aldrei venjast að sjá alvarlega slasaða sjúklinga. „Í rauninni þá óskar maður engum að sjá það sem við höfum séð hérna. Þó að maður sé búin að vera hérna í 30 ár þá venst þetta aldrei. Maður er með í bakpokanum mál sem ekki er hægt að losna við þrátt fyrir að hafa leitað sér aðstoðar.“Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vill efla umferðaröryggi með auknu viðhaldi á vegum landsins. „Við höfum aðeins verið að slá slöku við hvað það varðar á undanförnum árum vegna kreppu. Við verðum að tryggja að umferðar- og samgöngumannvirkin okkar séu örugg og almenningur geti ekið um og farið sinnar leiðar og treyst því að hlutunum sé haldið vel við.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira