Innlent

CNN í heita pottinum með Ragnheiði Ragnars

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ragnheiður spjallaði við CNN í pottinum.
Ragnheiður spjallaði við CNN í pottinum.
Eins og greint var frá í síðustu viku er Reykjavíkurþema hjá CNN í nóvember. Bæði hefur verið fjallað um borgina á ferðastöðinni CNNGo og á vefsíðu CNN, en tökulið stöðvarinnar heimsótti Ísland í byrjun nóvember.

Nú hafa verið sett inn þrjú myndbönd frá heimsókninni þar sem meðal annars er talað við sunddrottninguna Ragnheiði Ragnarsdóttur um hið séríslenska pottaspjall. Þá kíkti sjónvarpsstöðin í Kolaportið og í ísbúðina Valdísi, en myndböndin þrjú má sjá á vefsíðu CNNGo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×