Lífið

Vigdís Hauksdóttir gestaskreytir í Blómavali

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vigdís var í blómunum áður en hún fór í stjórnmál.
Vigdís var í blómunum áður en hún fór í stjórnmál.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verður gestaskreytir á jólaskreytingakvöldi Blómavals á fimmtudag.

Verður það nýjasta sýnt í jólaskreytingum og jólaskrauti, eins og segir í auglýsingu, en Vigdís starfaði áður í Blómavali þar sem hún bjó til skreytingar og seldi afskorin blóm.

Þá hlaut Vigdís Íslandsmeistaratitil í blómaskreytingum árið 2002 en hún hefur að mestu sagt skilið við blómin eftir að hún fór í stjórnmálin.

Í þættinum Loga í beinni talaði Vígdís frekar um feril sinn í blómaskreytingum. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.